Document Details

AdulatoryManganese2464

Uploaded by AdulatoryManganese2464

Kvennaskólinn í Reykjavík

Tags

glacial geology icelandic glaciers glaciology geomorphology

Summary

This document provides information about Icelandic Glaciers. It includes definitions of glacial zones such as ablation zone and accumulation zone, as well as different types of glaciers found in Iceland and worldwide. The text also covers glacial processes, like glacial erosion and moraine formation, along with glacial landforms.

Full Transcript

10. kafli - Jöklar Jöklar: myndast þar sem meiri snjór safnast saman frá ári til árs en nær að bráðna. Skilgreining Fyrningasvæði: svæði þar sem snjó leysir ekki yfir árið og er ofan við snælínu. Skilgreining Leysingasvæði: svæði þar sem snjó leysir yfir árið og er neðan við snælínu...

10. kafli - Jöklar Jöklar: myndast þar sem meiri snjór safnast saman frá ári til árs en nær að bráðna. Skilgreining Fyrningasvæði: svæði þar sem snjó leysir ekki yfir árið og er ofan við snælínu. Skilgreining Leysingasvæði: svæði þar sem snjó leysir yfir árið og er neðan við snælínu. Skilgreining Snælína: er mörkin á milli fyrningasvæðis og leysingasvæðis. Snælína er háð veðurfari (hita og úrkomu). Snælína er lægst á heimskautum en hæst við hvarfbauga (t.d. í 5500 metra hæð í Kilimanjaro í Afríku) Hérlendis er snælína lægst í 600 metrum á Hornströndum. 1 FLOKKUN JÖKLA Flokkun jökla á Íslandi 1) Hveljöklar - Eru stórir og hvelfdir. - Hylja stór svæði (hálendi). - T.d. Vatnajökull. 2) Jökulhettur - Hylja einstök fjöll. - T.d. Þórisjökull og Öræfajökull. 3) Hlíðarjökull - Utan í hlíðum fjalla og í kvosum milli tinda. - T.d. Kerlingarfjöll 4) Hvilftarjökull - Skáljöklar. - Eru litlir jöklar í dældum/hvilftum. - T.d. á Tröllaskaga Alþjóðleg flokkun jökla eftir hitastigi 1) Þíðjöklar - Við frostmark  0C. - Allir íslenskir jöklar. 2) Gaddjöklar - Neðan við frostmark < 0C. - Jöklar heimskautasvæðanna. - Sumir stórir jöklar geta verið gaddjöklar efst en þíðjöklar þar sem skriðjöklar þeirra teygja sig hvað lengst niður á láglendið. - Hitastig skiptir miklu máli fyrir hreyfingu jökulsins því leysingarvatn í þíðjökli smyr undirlag jökulsins og auðveldar rennsli hans. Gaddjöklar sem eru frosnir við botn renna ekki á undirlagi sínu. JÖKULROF - Jöklar sverfa og móta landið með bergmylsnu sem er frosin föst við botninn og jaðar þeirra. T.d. skera stórir steinar djúpar rispur í klappir og möl og sandur slípar undirlag jökulsins þ.e. bergið sem hann skríður yfir. Myndanir jökulrofs 1) Jökulrákir - Rispur eftir jökul (vegna sets undir jökli). - Eru ávallt samsíða skriðstefnu jökulsins. 2 2) Hvalbök - Jökulrispaðar klappir. - Jökull slípar þá hlið sem er á móti skriðstefnu jökulsins, en plokkar úr varhliðinni. 3) U-laga dalir - Dalir sem jökull hefur myndað. - Stærstu myndanir jökulsvörfunar. - Flestir firðir og dalir á Íslandi. Berghlaup Ein af afleiðingum loftlagsbreytinga eru berghlaup sem verða þegar að jöklar bráðna og voru mjög algengar í lok síðasta jökulskeiðs. Í dag hopa jöklar mjög hratt og því mikil hætta á berghlaupum. Berghlaupi - Heilar fjallshlíðar hlaupa fram og mynda skriðu. - Er algengt á svæðum þar sem jöklar hafa sorfið dali. - Þegar stuðnings jökulsins nýtur ekki lengur við verður sú hlið fjallsins þar sem jarðlögunum hallar inn í dalinn óstöðug (vegna setlaga milli hraunlaga) þannig að fjallshlíðin hrynur niður í dalinn. - T.d. Vatnsdalshólar. 3 Rofmörk jökla miðast ekki við sjávarmál líkt og hjá vatnsföllum og því ná jöklar oft að sverfa bergið niður fyrir sjávarmál einkum innst í U-laga dölum þar sem jöklar eru hvað þykkastir. SETMYNDANIR JÖKLA 1) Jökulruðningur - Er framburður jökla (set). - Er ólagskiptur og inniheldur allar kornastærðir. - Setið er illa aðgreint og rispað. - Skiptist í: A) botnurð: sem er bergmylsna undir jökli. B) jaðarurð: sem er bergmylsna í jaðri jökulsins þ.e.a.s. bergmylsna sem hefur hrunið úr fjallshlíðum meðfram jöklinum. C) urðarrana: myndast við samruna tveggja jaðarurða við t.d. jökulsker. 4 Jökulsker: fjöll/fjallstoppar sem eru umkringd af jökli þ.e. tveimur eða fleiri jökulstraumum (skriðjöklum). 2) Jökulgarður - Ef jökullinn bráðnar hrynur set af jökulsporðinum og myndar jökulgarð. - Einnig er um að ræða set sem jökullinn ýtir upp þegar hann gengur fram. - Ef jökullinn hopar myndast nýr jökulgarður þar sem hann stöðvast. Jökulgarðar 3) Grettistök - Eru stór jökulborin berg sem festast við botn jökla og geta borist langar leiðir. - Má oft finna ofan á jökulrispuðum klöppum. 5

Use Quizgecko on...
Browser
Browser