Próf BÍNL og Egils sögu 30% PDF
Document Details
Uploaded by Deleted User
Verzlunarskóli Íslands
Tags
Summary
This document appears to be a quiz or exam on Icelandic literature, specifically focusing on the Sagas and the Old Norse tradition. It covers topics such as the writing periods of the Icelandic sagas, discussing their origins and possible authors, and questions about the Icelandic sagas and the Eddas. The document also presents some aspects of Icelandic society and history.
Full Transcript
Próf BÍNL og Egils sögu 30% - *Bókmenntir í nýju landi, bls. **85-102** og **36-48.Dróttkvæði*** - *Egils saga, kaflar **28-63.*** Um Íslendingasögur (bls. 85-102) **1. Hvenær voru Íslendingasögurnar skrifaðar og hvenær gerðust þær?** - **Íslendingasögurnar hófst árið 1220-1330.** - **...
Próf BÍNL og Egils sögu 30% - *Bókmenntir í nýju landi, bls. **85-102** og **36-48.Dróttkvæði*** - *Egils saga, kaflar **28-63.*** Um Íslendingasögur (bls. 85-102) **1. Hvenær voru Íslendingasögurnar skrifaðar og hvenær gerðust þær?** - **Íslendingasögurnar hófst árið 1220-1330.** - **Flestar voru ritaðar á 14. og 15. öld.** - **1/3 af sögunum var saminn á 13. öld** - **Meirihlutinn var saminn á 14. öld** - **Einhverjar samdar á 15. Öld** - **Grettis saga er aðeins til í handritum frá 15.öld** - Þær gerast frá **landnámi fram til ársins 1030.** - Landnámsöld: **874-930**, þegar Ísland var numið. - Söguöld: **930-1030**: Sá tími þegar flestar Íslendingasögurnar eiga að hafa gerst. **2.** **Hvað leið langur tími frá söguöld til ritunartíma Íslendingasagnanna?** - Frá söguöld til ritunartíma líða a.m.k. **200-300 ár.** - Söguöld: **landnám (930) -- 1030** - Ritunartími Íslendingasagna: **1220/1230** **3.** **Greindu Íslendingasögur, Eddukvæði, Konungasögur, Biskupsögur og Dróttkvæði.** **Íslendingasögur** - íslensk nýjung - eiga sér engar beinar fyrirmyndir - aldrei sagt hver höfundur er **Eddukvæði** - samgermanskur arfur - aldrei sagt hver höfundur er **Konungasögur** - eiga sér erlendar hliðstæður - vitað um nokkra höfunda **Biskupsögur** - grein af meiði blómlegrar helgisagnahefðar - vitað um nokkra höfunda **Dróttkvæði** - samnorrænn arfur - vitað um marga höfunda **4.** **Um hvað fjalla Íslendingasögur og hvað vitum við um höfunda þeirra?** - Íslendigasögur gerast á Íslandi frá landnámi og sögurnar fjalla flestar um landnámið og frá fólkinu og kristintökuna í kringum árið 1000. Við vitum nánast ekkert um höfunda Íslendingasagna vegna þess að þeir eru aldrei nefndir. **5. Hvaða tvær fræðikenningar eru til um uppruna Íslendingasagna? Útskýrið þær.** - Á **19. öld** komu fram tvær fræðikenningar um uppruna Íslendingasagna. - **Sagnfestukenningin og Bókfestukenningin** **[Sagnfestukenningin]**: Þá er því haldið fram að Íslendingasögurnar hafi verið mótaðar frá munnlegum frásögnum og þannig hafi þær varðveist milli manna. **[Bókfestukenningin]**: Þá er því haldið fram að Íslendingasögurnar hafi verið ritaðar af miðaldrahöfundum sem unnu upp úr ýmsum heimildum t.d. skriflegum og munnlegum. **6. Hvernig hafa skoðanir fólks á því hvort Íslendingasögur séu sagnfræði eða skáldskapur breyst með tímanum?** - Um langan aldur trúðu menn að sögurnar væru sannar. Síðar var farið að efast um það og margir töldu þær líkari skáldsögum en sagnaritum. Skynsamlegt virðist að líta svo á að sögurnar séu blanda af sagnfræði og skáldskap og hlutföllin séu mismunandi eftir sögum. Höfum í huga að sögurnar voru ekki færðar í letur fyrr en þremur öldum eða svo eftir að atburðir þeirra áttu að gerast. - Þrjár hugmyndir eru um hvort að Íslendingasögur séu sagnfræði eða skáldskapur. - **Heimildir fortíðarinnar -** atburðir taldir sannir - **Skáldsögur** - ekki allt gerðist í raun sem frá var sagt - **Frásagnarlögmál -** taldar bókmenntatextar í dag en ekki endilega á þeim tíma sem þær voru ritaðar. **7. Af hverju er ekki hægt að halda því fram að Egill Skalla-Grímsson hafi drukkið sig fullan þriggja ára?** - Það stóð ekkert um það í bókinni að Egill væri drukkinn en margir eru að túlka orð föður hans um að hann væri ekki góður viðskiptis ef hann er drukkinn. - **Bækur úr þessum tíma** - Enginn pappír var til á þessum tíma og því var skrifað á skinn af kindum, geitum og kálfum. - Pappír kemur ekki til landsins fyrr en á 16.öld. - Blekið var úr sortulyngi - skrifað með fjöðurstaf. - Mörg handrit skemmdust vegna raka. - Íslendingasögurnar eru yfirleitt aðeins til í eftirritum. **SNORRI STURLUSON (1179-1241)** - Höfðingjasonur úr Dölunum en alinn upp á Odda á Rangárvöllum. - Bjó á Borg á Mýrum um tíma (þar sem þeir feðgar Egill og Skalla -- Grímur höfðu búið). - Bjó lengst af í Reykholti í Borgarfirði. - Snorri var **tvisvar lögsögumaður Íslands** (langmikilvægasta embættið á Íslandi fyrir 1262). **VERK SNORRA** - Var hirðmaður Noregskonungs. - Lenti í átökum milli Hákonar Noregskonungs og Skúla jarls sem enduðu á því að Skúli er drepinn og Hákon vill ekki hleypa Snorra heim. Snorri verður fúll og mælir frægu orðin ,,Út vil ek". - Hákón skipaði Gissuri Þorvaldssyni, öðrum hirðmanni sínum að handtaka Snorra og senda til Noregs. Í stað þess lét Gissur vega Snorra sem lést í kjallaranum í Reykholti þann 23. September. **-- Lokaorð Snorra: ,,Eigi skal höggva."** **8. Hver eru þrjú þekktustu rit sem Snorri Sturluson er talinn hafa samið og um hvað eru þau?** **Snorra- Edda**: Handbók skálda, ein helsta heimild um norræna goðafræði. **Heimskringla**: Konungsagnarit 13. aldar, saga norskra konunga. **Egils saga**: Íslendingasaga sem fjallar um líf Egils Skallagrímssonar. - **Hvað er hægt að finna í Snorra-eddu og heimskringlu?** ***Snorra-eddu*** = Gylfaginningu, Háttatal og formálann Prologus. ***Heimskringla*** = Konungsagnarit, í henni eru mörg dróttkvæði og sögur af heiðnum goðum. **ÁRIÐ 1250** - Á Íslandi geisar Sturlungaöld og þjóðveldið er að falla. - 1262 nær Noregskonungur völdum á Íslandi (Hákon Hákonarson). - Ritun Íslendingasagna er hafin -- blómaskeið íslenskrar sagnaritunar. - **Til eru =** - **Konungasögur** - Sverris saga - Morkinskinna - Heimskringla - **Biskupasögur** - Saga um Jón og Þorlák - Hungurvaka - Páls saga - Talið er að elstu sögur Sturlunga hafi orðið til fyrr. - Elstu þýðingar riddarasagna eru frá þessum tímaþ. - Dögum Hákonar Hákonarsonar, Noregskonungi (1217-1263). **9. Hvernig bókmenntir voru skrifaðar á Íslandi á undan Íslendingasögunum?** - Heilagra manna sögur og biskupasögur, konungasögur, riddara- og fornaldarsögur auk samtíðarsagna. **10. Hvernig hefur byggingu Íslendingasagna verið lýst?** - Íslendingasögur eru fljölbreyttar að byggingu. Sumum hefur verið lýst svona: 1. **Inngangur** - Persónur kynntar til sögu 2. **Átök** - ósætti -- deilur hefjast 3. **Ris** - ris sögunnar 4. **Hefnd** - hefnd á hefnd ofan 5. **Sættir** - málalok verða -- oftast með sáttum 6. **Sögulok** - Nefna má **fjögur** frásagnarlögmál sem lýsa byggingu Íslendingasagna á ófullkominn hátt: - **Ein aðalpersóna** - **Tvær aðalpersónur** - **Ein söguflétta** - **Sagnfræðirit** **11. Hver eru helstu einkenni Íslendingasagnastíls?** 1. **Hversdagslegur orðaforði** - stuttar og einfaldar setningar 2. **Sögumenn utan og ofan við frásögnina** - spörun á lýsingarorðum - virðast hlutlægir 3. **Mannlýsingar langar** - koma oftast þegar peróna er kynnt til sögu - lýst útliti og einkennum - aukapersónum sjaldan lýst ítarlega 4. **Bein ræða** - samtöl tilfærð frekar en að frá þeim sé sagt 5. **Stíláhrif frá riddarasögum** - einkum tökuorð 6. **Úrdráttur** - (að segja minna en efni standa til) 7. **Hugsunum og tilfinningum sjaldan lýst** - þess í stað getið að menn roðni **12. Hverjar eru fimm vinsælustu Íslendingasögurnar og hvaða undirflokkum tilheyra þær?** - **Gísla saga** -- lesin í mjög mörgum grunnskólum -- hefur verið kvikmynduð. - **Gunnlaugs saga** -- er lesin víða í framhaldsskólum í Noregi og Danmörku. - **Ónefndir drengir í Njálu** -- leika sér á gólfi og gera mjög lítið úr Hrúti. - **Egill Skalla -- Grímsson** -- sennilega óþekkasti krakki sem skrifað hefur verið um. - **Grettir Ásmundarson** -- var vondur við dýr, klórar föður sinn til blóðs, pyntar hest o.fl. - **Hallgerður langbrók** -- mjög fallegt barn en grimm frá fyrstu tíð (þjófsaugun). - Þrjú erfiðustu gamalmenni sagnanna eru talin vera Þórólfur bægifótur, Egill Skalla-Grímsson og Þórarinn víkingur. **Tegundir Íslendingasagna** 1. **Ættsögur** - rekja sögu margra kynslóða sömu ættar 2. **Héraðssögur** - skilgreinist frá landsvæðinu sem sagan gerist á 3. **Skáldasögur** - skáld aðalpersónur 4. **Austfirðinga sögur** - gerast á Austfjörðum 5. **Útlagasögur** - aðalpersónan send í útlegð Dróttkvæði (bls. 36-48) **1.** **Hverjar eru elstu kveðskapargreinar Íslendinga?** - Eddukvæði og dróttkvæði. - **Eddukvæði**: - kvæði Konungsbókar - nokkur önnur goða- og hetjukvæði - **Dróttkvæði**: - flutt við hirð og meginefni þeirra lof um konunga - ort undir dróttkvæða hætti **2. Hvað þýðir orðið *dróttkvæði*?** - Drótt merkir hirð þannig hirðkvæði **3**. **Hvað þurfa kvæði að uppfylla til að geta talist dróttkvæði?** - Annað hvort vera lofkvæði um einhvern eða vera kvæði samið í dróttkvæðahætti. **4. Hvernig þróuðust efnistök dróttkvæða gegnum aldirnar?** - Þau byrjuðu að teljast hluti af annars konar bókmenntum **5. Segið frá varðveislu dróttkvæða (bls. 39).** Kvæðin urðu til í Noregi á 9. öld og eru því vesturnorræn bókmenntagrein. Þó varðveittust fyrst í munnlegri geymd og líklegt er að hinn flókni bragarháttur hafi valdið því að að vísurnar hafi varðveist betur en margur annar kveðskapur sem var lausbeislaðri að formi til. Þegar komið er fram á 13. öld er skilningur manna á dróttkvæðum orðinn minni en áður. Aðrar skemmtanir, svo sem trúðleikar, eru orðnar vinsælli. Það sem hefur mest að segja er þó að ritlistin er þarna komin til sögunnar og menn farnir að skrá sögur konunga í óbundnu máli. Riddarasögur verða jafnframt vinsælar á 13. öld. Það er þó Íslendingum að þakka að kvæðin hafa varðveist því að þeir fundu kvæðunum stað í sagnaritum 12.-14. aldar (einkum konungasögum og Íslendingasögum sem hluti af söguþræði eða samtölum persóna). Kvæðin eru oft góðar heimildir um sögulega atburði. **Munur á eddukvæðum og dróttkvæðum**: 1. Eddukvæðin hafa enga höfunda en höfundar dróttkvæða er nánast alltaf getið 2. Eddukvæðin eru varðveitt í sérstökum eddukvæðahandritum, fornaldarsögum og Snorra-Eddu en dróttkvæði í Íslendingasögum, konungasögum og Snorra-Eddu 3. Eddukvæðin snúast um fjarlæga fortíð og hina tímalausu guði en dróttkvæði um samtímann og nýliðna fortíð 4. Skáldamál eddukvæðanna er einfalt og sama má segja um bragarhættina, en dróttkvæði eru ort undir flóknum háttum og með flóknu ljóðmáli (svokölluðum kenningum) Dróttkvæði er heiti í bókmenntagrein. Dróttkvæður háttur er **bragarháttur**. Öll kvæði undir dróttkvæðum hætti teljast dróttkvæði en hins vegar eru ekki öll dróttkvæði undir þeim hætti. **Einkenni dróttkvæðs háttar**: 1. Átta vísuorð í hverri vísu 2. Í hverju vísuorði eru sex atkvæði en þrjú áhersluatkvæði (ris) 3. Stuðlar eru tveir í oddalínum á móti einum í næstu jöfnu línu, alveg eins og í rímnaháttum síðar 4. Í dróttkvæðum hætti er innrím, svokallaðar hendingar. Í oddalínum eru skothendingar en í jöfnum línum eru aðalhendingar. Í skothendingum ríma aðeins samhljóð en í aðalhendingum er sérhljóðið á undan hluti af ríminu. Ekki er um endrím að ræða Dróttkvæðum skipt í 2 flokka: **drápur og flokka** **6.** **Hver er munurinn á flokki og drápu?** **Í drápu** er stef, það er vísa eða vísuhelmingur sem er endurtekinn nokkrum sinnum. **Í flokki** eru engin stef og því þótti hann ekki eins merkilegur. **Hvar eru dróttkvæði varðveitt?** **Dróttkvæði** - ort frá 9. til 13. Aldar. - varðveitt frá 13. öld og síðar. - frá og með 12. öld er meginhlutverk þeirra að standa í konungasögum. **Í eftirfarandi textum eru flest dróttkvæði geymd:** 1. **Konungasögur** - kvæðin ort til konunga 2. **Íslendingasögur** - margar dróttkvæðar vísur 3. **Snorra-Edda** - samin sem kennslubók fyrir dróttkvæðaskáld **7.** **Hvað eru *heiti* og *kenningar*?** **Heiti**: Sjaldgæf orð sem notuð eru í skáldamáli, t.d. svanni=kona, gramur=konungur. **Kenning**: er myndhverfing þar sem kenniliður og myndliður ráða báðir myndinni, þ.e.a.s. orðin **öglir** (haukur) og **land** -- land hauksins -- mynda í sameiningu merkinguna **hönd.** - annað í nefnifalli - myndliður - táknar fyrirbærið sem því sem er verið að lýsa er líkt við - hitt í eignarfalli - kenniliður - tengdur fyrirbærinu sem er verið að lýsa - langflestar kenningar merkja sömu hlutina **8.** **Búið til eina nýja kenningu.** Himna slæður = ský. **Hættir dróttkvæða** Helstu bragarhættir dróttkvæða eru: 1. **Dróttkvæði hátturinn** - einkenni bókmenntagreinarinnar - allt sem er ort undir þessum hætti telst til dróttkvæða - fundinn upp á 9. öld 2. **Kviðuháttur** - einfaldari háttur - nánast eins og fornyrðislag - með kenningum - atkvæðaskipan reglulegri 3. **Runhenda** - háttur með endarími - Höfuðslausn Egils Skalla-Grímssonar 4. **Hrynhenda** - fundinn upp um miðbik 11. aldar af Arnóri jarlaskáldi - mjög reglulegur - í hverri vísu eru átta vísuorð - í hverju vísuorði eru átt atkvæði - tveimur fleiri en í hefðbundnum dróttkvæðum hætti - á 14. öld var hátturinn notaður í kvæðinu Lilju og óx virðing hans þá enn frekar **9. Skilgreinið eftirfarandi hugtök:** **a)** ***ris***: Áhersluatkvæði í braglínu. **b)** ***innrím***: Þegar orð ríma innan sömu braglínu í kvæði. **c)** ***skothending***: Í dróttkvæðum hætti, skothending er hálfrím, þ.e. sami samhljóði er í orðunum en annar sérhljóði. **d)** ***aðalhending***: Í dróttkvæðum hætti, aðalhending er alrím, þ.e. sömu sérhljóðar og samhljóðar. **Dróttkvæðum má skipta í kvæði og vísur. ** **Vísur** - sumar hluti af stærra kvæði, drápu eða flokki - einnig til stakar vísur **Kvæði** - fæst varðveitt í fullri lengd **10. Hver er munurinn á dróttkvæðum í Íslendingasögum og konungasögum?** Í konungsögum eru vísurnar iðulega tilfærðar sem staðfesting á einhverju sem þegar er búið að segja en í Íslendingasögunum eru þær frekar liður í frásögninni og þá kemur oft fram af hvaða tilefni skáldið kveður vísuna. 11\. **Segið frá þremur dróttkvæðaskáldum og nefnið kvæði eftir þau.** Egill Skallagrímsson = Höfuðlausn Bragi Boddason = Ragnarsdrápa Eyvindur = Hákonarmál **Fræg dróttkvæðaskáld** 1. **Bragi Boddason** - sennilega norskur - uppi á 9. öld - orti Ragnarsdrápu 2. **Egill Skalla-Grímsson** - uppi á 10. Öld - Höfuðlausn 3. **Eyvindur skáldaspillir** - norksur höfðingi - hirðskáld Hákonar góða og Hákonar Hlaðajarls 4. **Snorri Sturluson** - ekki aðeins dróttkvæðaskáld heldur einnig fræðimaður - Snorra-Edda +-----------------------------------+-----------------------------------+ | **28. vísa Egils sögu** | Strikið undir aðalhendingar og | | | gerið | | Svo skyldu goð gjalda, | | | | hring utan um skothendingar. | | gram reki bönd af löndum, | | | | | | reið séu rögn og Óðinn, | | | | | | rán míns fjár hánum. | | | | | | **Fólkmýgi** lát flýja, | | | | | | Freyr og Njörðr, af jörðum. | | | | | | Leiðist **lofða stríði** | | | | | | landás, þann er vé grandar. | | +-----------------------------------+-----------------------------------+ **Orðskýringar** bönd: goð gramr: konungur rögn: goð fólkmýgir: sá sem kúgar menn, kúgari flýja af jörðum: þ.e. hrökklast frá ríki í Noregi landás: Þór eða landvættur leiðast: (hér) gera einhvern leiðan sér stríðir (óvinur) lofða (manna): óvinur almennings granda: spilla vé: heilagur staður; (hér) þinghelgi +-----------------------------------------------------------------------+ | **Heiti og kenningar** | | | | bönd = goð | | | | gramr = konungur | | | | rögn = goð | | | | Fólkmýgir = kúgari manna, þ.e. **konungurinn** (Eiríkur blóðöx) | | | | lofða stríðir = óvinur almennings, manna, þ.e. **konungur** | +=======================================================================+ | **Endursögn**: Goðin reki kongunginn af löndum. Goðin og Óðinn eru | | reiðir út í hann. Freyr og Njörður, látið kúgarann (Eirík (konung)) | | flýja frá landi.Landás (Þór) verði konungi reiður, þeim sem spillir | | þinghelgi. | +-----------------------------------------------------------------------+ +-----------------------------------+-----------------------------------+ | **Lausavísa eftir Hallfreð | Strikið undir aðalhendingar og | | vandræðaskáld** | gerið\ | | | hring utan um skothendingar. | | Öll hefir ætt til hylli | | | | | | Óðins skipað ljóðum, | | | | | | algildar man eg, aldar, | | | | | | iðjur vorra niðja. | | | | | | En trauðr -- því að vel | | | **Viðris** | | | | | | vald hugnaðist skaldi -- | | | | | | legg eg á **frumver Friggjar** | | | | | | fjón því að Kristi þjónum. | | +-----------------------------------+-----------------------------------+ **Orðskýringar\ \ **skipa: haga öld: menn; öll ætt aldar: allir menn niðjar: forfeður eða ættingjar trauðr: tregur, ófús Viðrir: Óðinn skald: skáldið sjálft frumver: fyrsti karlmaður fjón: hatur (vér) þjónum: (skáldafleirtala) ég þjóna +-----------------------------------------------------------------------+ | **Heiti og kenningar** | | | | Viðrir = heiti á Óðni | | | | frumver Friggjar = fyrsti karlmaður/eiginmaður Friggjar, þ.e. Óðinn. | +-----------------------------------------------------------------------+ **Endursögn**:Allir menn hafa ort svo að þeir hlytu hylli Óðins (eða til að hylla Óðin). Ég man hinar ágætu iðjur/störf (ef til vill skáldskap) forfeðranna. En ófús legg ég hatur á Óðin -- því að skáldinu (mér) líkaði vel vald hans -- því að ég þjóna Kristi.