6. kafli - Höggun PDF
Document Details
Uploaded by Deleted User
Tags
Related
Summary
This document provides a summary of Iceland's geology, containing information about the Earth's internal structure, plate tectonics, and related geological phenomena, covering topics like the thickness of the Earth's crust and the layers of the earth. It also includes maps and diagrams.
Full Transcript
6. kafli - Höggun - Radíus jarðar er um 6400 km. - Hæsta fjall jarðar, Mt. Everest, er 8848 m og fer hækkandi. - Mesta hafdýpi jarðar er um 11033 metrar þ.e. Maríana djúpállinn. Vitneskja um innri gerð jarðar er fengin með óbeinum mælingum svo sem: - skjálftamælingum þ.e. á jarðskjálft...
6. kafli - Höggun - Radíus jarðar er um 6400 km. - Hæsta fjall jarðar, Mt. Everest, er 8848 m og fer hækkandi. - Mesta hafdýpi jarðar er um 11033 metrar þ.e. Maríana djúpállinn. Vitneskja um innri gerð jarðar er fengin með óbeinum mælingum svo sem: - skjálftamælingum þ.e. á jarðskjálftabylgjum - segulmælingum - dýptarmælingum - Jörðin er 4600 milljón ára gömul og talin hafa myndast úr mikilli geimþoku þar sem þyngstu frumefnin leituðu inn að miðju vegna þyngdarafls, en léttari efnin settust utar. Skilgreining Höggun: hreyfingar í jarðskorpu sem leiða til þess að yfirborð springur og gliðnar t.d. á Reykjanesi. LAGSKIPTING JARÐAR Jörðin er samansett úr: 1) jarðskorpu 2) möttli 3) kjarna 1 1) Jarðskorpa (berghvolf) -Skiptist í: A) meginlandsskorpu - 20-70 kílómetra þykk. - Eðlislétt (2,7 g/cm3). - Að mestu úr graníti (súrt). - Gömul (1500-4280 milljón ár í Kanada). B) úthafsskorpu - 5-15 kílómetra þykk. - Eðlisþung (3,0 g/cm3). - Að mestu úr gabbró (basískt). - Ung (0 - 200 milljón ár). - Jarðskorpan skiptist í fleka/plötur sem fljóta á deighvolfinu því það er seigfljótandi. - Neðri mörk jarðskorpunnar eru nefnd MÓHÓ-mörk. 2) Möttull Skiptist í: A) deighvolf - Berg er við bræðslumark og því seigfljótandi. - Á 20-350 km dýpi. B) miðhvolf - Er fast efni. - Er á 350-2900 km dýpi. 3) Kjarni Skiptist í: A) fljótandi ytri kjarni - 2900-5100 km dýpi. B) fastan innri kjarni - Neðan við 5100 km. FLEKAKENNINGIN - Kenningin gengur út á að útskýra hreyfingar jarðskorpunnar. 1) Samkvæmt kenningunni er jörðin samsett úr mörgum flekum/plötum (litlir og stórir). 2) Flekarnir eru taldir fljóta á seigfljótandi deighvolfinu. 3) Flekarnir eru í myndun við flekaskil en eyðast við flekamót í djúpálum og við fellingarfjöll. 4) Flekarnir eru knúnir áfram af uppstreymi efnis (kviku) úr möttulstrókum, en talið er að um 20-30 möttulstrókar séu á jörðinni t.d. undir Íslandi og Hawaii. 2 Helstu flekar - Kyrrahafsflekinn - Indlands og Ástralíuflekinn - Nazcaflekinn - Filippseyjarflekinn - N-Ameríkuflekinn - Cocosflekinn - S-Ameríkuflekinn - Suðurskautsflekinn - Afríkuflekinn - Karabíaflekinn - Evrasíuflekinn MÖRK FLEKANNA 1) Flekaskil 2) Flekamót 3) Sniðgeng flekamót 3 1) Flekaskil - Flekar eru að færast (reka) í sundur. - Eru miðhafshryggir (rekhryggir) t.d. Atlantshafshryggurinn sem stendur víða 2-3 þúsund metra yfir sjávarbotninum. Á stöku stað ná tindar upp fyrir sjávarmál og mynda eyjar líkt og Ísland (sem að auki er borið uppi af möttulstrók og er því ekki horfið í sæ). - Hryggirnir eru alsettir þversprungum (t.d. Tjörnes-þvergengið) sem stafa af: i) snúningi jarðar ii) misjöfnum rekhraða iii) litlum sveigjanleika - Kemur upp basísk kvika og það myndast bólstraberg. - Mikið um eldgos og skjálfta (ekki orkumiklir). ATH Heitir reitir eru oftast á flekamörkum (t.d. rekhryggjum eins og á Íslandi), en þeir geta þó verið á miðjum fleka t.d. undir Hawaii. Sem sagt það er líklegt að flekaskil (rekbelti) reki yfir kyrrstæða möttulstróka. Þannig að ef rekbelti miðhafshryggjanna berast verulega út af möttulstrók fer venjulega svo að hluti þess, næst stróknum, deyr út, en nýtt rekbelti myndast yfir honum. Þetta gæti skýrt hvernig rekbelti Íslands virðist hafa brotnað upp og færst til eftir því sem tíminn leið. Sem sagt heitir reitir eru staðbundnir og virkir í tugi milljón ára. 2) Flekamót - Flekar færast (reka) saman, en mörkin eru nefnd niðurstreymisbelti. - Þar sem flekar ýtast hver á móti öðrum myndast djúpálar. - Á flekamótum eru harðir skjálftar og tíð eldgos, eldkeilur myndast. Tegundir flekamóta A) Úthafsfleki og meginlandsfleki - Úthafsplatan smýgur skáhallt undir meginlandsplötuna sem er þykkari, eldri og eðlisléttari. - Úthafsplatan (sem er basísk) smýgur niður í möttul og bráðnar þannig að kvika streymir upp vegna bráðnunar og myndar keðju af eldkeilum. - Set á úthafsplötunni safnast í djúpálum, vöðlast saman og myndbreytist vegna þrýstings og hita. - Við áframhaldandi árekstur platna myndast smám saman fellingafjöll t.d. Andesfjöll. 4 B) Úthafsfleki og úthafsfleki - Yngri flekinn smýgur undir þann eldri ofan í möttul og bráðnar að hluta. - Djúpáll myndast á plötumótunum. - Bráðin kvika leitar upp í gegnum eldri fleka og hleður upp eldkeilum þannig að eyjabogar myndast. - T.d. Japanseyjar. C) Meginlandsfleki og meginlandsfleki - Mikið flotmagn er í meginlandsskorpunum þannig að ef þær rekast saman bogna þær ekki og ganga niður í möttul heldur kýtast saman í fellingar. - T.d. Himalaja og Alparnir. Við myndun fellingafjalla kýtast jarðlögin saman vegna þrýstings flekanna og lyftast svo upp þegar eðlislétt setið er komið langt niður í möttul. Við samkýtinguna myndast fellingar, en toppar fellinganna eru nefndir andhverfur en neðri hluti fellingarinnar samhverfur. 5 3) Sniðgeng flekamót - Flekar nudda saman hliðum án eyðingar/nýmyndunar. - Miklir skjálftar eiga sér stað. - T.d. San Andreas sniðgengið. REK MEGINLANDANNA - Árið 1912 setti Alfred Wegener fram landrekskenninguna. - Vísindamenn höfnuðu kenningunni en uppgötvanir síðustu áratugi hafa leitt í ljós að kenningar hans voru í meginatriðum réttar þ.e. að öll stóru meginlöndin hefðu legið saman fyrir um 200 milljón árum. Alfred Wegener Landrekskenningin: að meginlöndin hefðu í eina tíð legið saman og myndað stórt meginland kallað Pangea. Rök Wegners fyrir landrekskenningunni 1) Útlínur meginlandanna falla nokkuð vel saman. 2) Fornir steingervingar líkra landdýra sem finnast aðeins í berglögum í S- Ameríku og S-Afríku. 3) Jafngamlir steingervingar líkra trjáa í jarðlögum í S-Ameríku, Indlandsskaga og í Ástralíu. 4) Bergmyndanir beggja vegna N-Atlandshafsins virðast vera leifar af stórum samfelldum fjallgarði. 5) 300 milljón ára gamlar jökulmenjar sama jökuls hafa fundist í S- Ameríku, Afríku, Indlandsskaga og í S-Ástralíu. 6 Rök að auki: 6) Lega úthafshryggjanna. 7) Staðsetning skjálfta og eldvirkni. 8) Lega fellingafjalla. 9) Rek megineldstöðva. 10) Rek Hawaii-eyja. 7